
13
Íslenska
Notaðu hrærarann til að þeyta eggjarauðurnar með köldu
mjólkinni á hraðanum 4 í 1 mín. í blöndunarskálinni. Blandaðu
hveitinu og lyftiduftinu hægt saman við, síðan brædda
smjörlíkinu, vanillusykrinum og saltinu á hraðanum 4 í 1 mín. og
30 sek. Blandaðu síðast stífþeyttu eggjahvítunum í á hraðanum 2
í 45 sek.
Stilltu tímastilli forhitaða vöfflujárnsins á 3 mínútur og 30
sekúndur.
Helltu fjórum ausum af deigi (um 40 ml í hverja ausu) í efri hluta
vöfflujárnsins. Lokaðu, ræstu tímastillinn og snúðu járninu. Fylltu
seinni hlið járnsins og snúðu því aftur. Fjarlægðu fyrstu vöffluna
þegar merkið hljómar. Snúðu og fjarlægðu svo seinni vöffluna.
Haltu áfram þar til ekkert deig er eftir.
Láttu kólna og þektu með sykruðum þeyttum rjóma og ávöxtum
(jarðaberjum og/eða hindberjum).
Skammtur: Nóg í 8 hringlaga vöfflur
200 g hveiti
250 ml köld mjólk
6 eggjarauður
200 g brætt smjörlíki
16 g vanillusykur
4 g lyftiduft
1 klípa af salti
12 eggjahvítur, stífþeyttar
(notið þeytarann á
hraðanum 10 í 1 mín.
og 45 sek.)
Sykraður þeyttur rjómi (til að
bera fram með, má sleppa)
Jarðaber eða hindber (til að
bera fram með, má sleppa)
Chantilly-vöfflur
Blandaðu hveitinu og ferska gerinu saman í stórri blöndunarskál.
Blandaðu með hræraranum á hraðanum 2 í 15 sek. Gerðu gat
í miðjuna og bættu strásykrinum og 250 ml af volgu mjólkinni
við. Hrærðu á hraðanum 2 í 1 mín. til að fá mjúkt deig. Láttu
það standa í 5 mínútur. Blandaðu eggjarauðunum varlega
saman við á hraðanum 4 í 2 mín. Bættu afganginum af volgu
mjólkinni, mjúka smjörlíkinu og vanillusykrinum við og blandaðu
á hraðanum 4 í u.þ.b. 3 mín.
Notaðu þeytarann til að þeyta eggjahvíturnar og klípu af salti í
annarri blöndunarskál á hraðanum 10 í 1 mín.
Blandaðu eggjahvítunum varlega saman við deigið með
hræraranum á hraðanum 1 í 45 sek.
Láttu það standa í um 30 mín.
Bættu perlusykrinum varlega saman við deigið með sleikju.
Mótaðu deigið í jafnstóra 100 gr. hluta (eins og deig). Láttu það
standa í 15 mínútur á klút með hveiti.
Stilltu tímastilli forhitaðs vöfflujárnsins á 4 mínútur og 15
sekúndur.
Settu fjóra jafnstóra hluta af deigi í efri hluta vöfflujárnsins.
Lokaðu, ræstu tímastillinn og snúðu járninu. Fylltu seinni hlið
járnsins og snúðu því aftur. Fjarlægðu fyrstu vöffluna þegar
merkið hljómar. Snúðu og fjarlægðu svo seinni vöffluna. Haltu
áfram þar til ekkert deig er eftir.
Skammtur: Nóg í 10 hringlaga vöfflur
1 kg hveiti
500 ml volg mjólk
60 g ferskt ger
6 egg, aðskilin
1 klípa af salti
16 g vanillusykur
500 g mjúkt smjörlíki
600 g perlusykur (grófkorna)
75 g strásykur
Liège vöfflur
Comentarios a estos manuales